Árið 2023

Gengi á markaði

Velta með hlutabréf félagsins árið 2023 nam rúmlega 11,9 milljörðum króna í alls 1.670 viðskiptum. Mest var veltan í mars en heildarvelta þess mánaðar nam rúmlega 2,1 milljarði króna. Hluthafar í árslok 2023 voru 367 samanborið við 368 í lok árs 2022. Gengi félagsins fór úr 60,0 í lok árs 2022 í 47,5 í lok árs 2023 sem er 20,8% lækkun milli ára.

Útgefið hlutafé félagsins í árslok 2023 nam 2.510 m. kr. Hver hlutur er 10 krónur að nafnverði. Þann 17. febrúar 2023 tók stjórn ákvörðun um að ljúka endurkaupaáætlun sem hafði verið í gangi frá 7. nóvember 2022. Sama dag var sett í gang öfugt útboð sem lauk þann 20. febrúar. Félagið keypti í öfuga útboðinu 13.559.322 hluti fyrir 800 m. kr. Félagið átti þá samtals 17.375.208 hluti eða um 6,47% af útgefnu hlutafé. Á aðalfundi félagsins þann 17. mars var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé í samræmi við fjölda eigin hluta. Lækkunin var framkvæmd þann 19. apríl og eru útgefnir hlutir í félaginu 251.001.754 eftir lækkunina.

Á aðalfundi félagins þann 17. mars var einnig samþykkt arðgreiðsla að fjárhæð 300 m. kr. vegna rekstrarársins 2022. Að teknu tilliti til eigin bréfa var greiðsla að fjárhæð 281 m. kr. innt af hendi þann 5. apríl.

Þann 9. nóvember hófst önnur endurkaupaáætlun sem lauk 16. febrúar 2024. Í lok árs 2023 átti félagið 1.753.979 eigin hluti.

Þróun á gengi árið 2023

10 stærstu hluthafar við árslok 2023

Nafn Fjöldi hluta Hlutfall %
Gavia Invest ehf. 42.147.128 16,79%
Gildi lífeyrissjóður 39.490.655 15,73%
Arion banki hf. 22.935.742 9,14%
Fasti ehf. 20.650.000 8,23%
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 18.822.485 7,5%
Birta lífeyrissjóður 13.726.660 5,47%
Lífeyrissj.starfsm,.rík. A-deild 12.678.286 5,05%
InfoCapital ehf. 10.000.000 3,98%
Landsbankinn hf. 7.744.386 3,09%
TM tryggingar hf. 6.000.000 2,39%

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.