Árið 2023

Stefna

Verðmætar einingar (hlutverk)

„Verðmætar einingar“ er yfirlýsing um að raunverulegt verðmæti fyrirtækisins felist ekki aðeins í einstökum framlögum rekstrareininga félagsins heldur í þeim sameinuðu áhrifum sem þau skapa. Henni er ætlað að undirstrika að þegar hver eining innan félagsins virkir sína styrkleika og starfar saman eykst verðmæti heildarinnar verulega.

Ábyrgur rekstur - Markmið

Stjórnendur og starfsmenn Sýnar leggja áherslu á að rekstur félagsins sé samfélagslega ábyrgur. Við erum meðvituð um hlutverk okkar í samfélaginu og þau áhrif sem reksturinn hefur á samfélagið og umhverfi. Við erum staðráðin í að samþætta sjálfbæra starfshætti í starfsemina og draga úr áhættu tengdri sjálfbærni.

EBIT Markmið

Ábyrgur rekstur og góð afkoma er lykilþáttur í framtíðaráformum félagsins. Sýn setur sér skýr markmið um EBIT niðurstöðu.

Framúrskarandi þjónusta

Allar einingar Sýnar veita sínum viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Áhersla er lögð á skýra ferla, sjálfvirkni og sjálfsþjónustu. Þjónustumenning félagsins einkennist af jákvæðni og metnaði þar sem er horft til stöðugra umbóta þar sem allir leggja sig fram við að gera betur í dag en í gær.

Við leggjum okkur fram við að tryggja skilvirkt upplýsingaflæði og veita persónulega þjónustu. Við þekkjum okkar lykilviðskiptavini og setjum í forgang að auka ánægju þeirra, þar liggur okkar ástríða.

Einföldun og skilvirkni

Við einföldum viðskiptavinum og starfsfólki lífið. Vörur og lausnir félagsins eiga að vera einfaldar og notendavænar. Innri ferlar, kerfi og skipulag eru hönnuð með einföldun og skilvirkni að leiðarljósi.

Nýsköpun og framþróun

Við erum leiðandi í nýjungum og sköpum okkur þannig sérstöðu, hvort sem um ræðir nýjar tekjustoðir eða frekari þróun á núverandi vörum og þjónustum. Við erum vakandi gagnvart nýjungum í tækni og erum stöðugt að leita leiða til hagnýtingar tækninnar til að auka sjálfbærni í rekstrinum, fyrir viðskiptavini og aðra hagaðila.

Gagnadrifin ákvörðunartaka

Við viljum tryggja skilvirkni og ábyrgan rekstur og nýtum til þess gögn. Við innleiðum mælikvarða til að greina framþróun á mikilvægum þáttum í starfseminni. Við viljum byggja undir okkar gagnaumhverfi þannig að hægt sé að takast á við auknar kröfur viðskiptavina.

Gleði

Við viljum að það sé gaman í vinnunni. Við erum fjölbreyttur hópur og við styðjum hvort annað. Hamingja og lífsfylling eru nauðsynlegir þættir fyrir persónulega og sameiginlega vellíðan. Saman getum við fagnað litlu augnablikunum og stóru sigrunum á leið okkar að settum markmiðum.

Ástríða

Í hjarta okkar starfsemi er ástríðan drifkraftur jákvæðra breytinga. Hún er eldsneyti helgunar, neisti sköpunargáfu og knýr áfram nýsköpun og framþróun.

Metnaður

Við höfum metnað fyrir því að ná árangri. Við gerum betur í dag en í gær. Við vinnum stöðugt að umbótum og framþróun til þess að ná markmiðum okkar. Við horfum ávallt til leiða til að efla sjálfbærni í starfseminni. Við brennum fyrir framúrskarandi upplifun viðskiptavina okkar.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.