Ársreikningur 2023

Efnahagur og sjóðsstreymi

Fastafjármunir hækka um 817 m.kr. á milli ára. Leigueignir lækka um 201 m.kr. Veltufjármunir hækka um 756 m.kr. á milli ára sem skýrist af 2.000 m.kr. kröfu á Ljósleiðarann vegna sölu á stofnneti en á móti er handbært fé lægra en árið áður.

Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 29,4% í árslok samanborið við 27,9% árið áður.

Langtímaskuldir lækka um 44 m.kr. á milli ára. Leiguskuldbindingar í heild lækka um 135 m.kr. Vaxtaberandi langtímaskuldir lækka um 340 m.kr. á milli ára og skammtímaskuldir hækka um 233 m.kr.

Heildareignir og veltufjárhlutfall

Heildareignir samstæðunnar námu 34.935 m.kr. í árslok og hækkuðu um 3,0% á milli ára. Hækkunin á milli ára skýrist einkum af fjárfestingum ársins ásamt útistandandi kröfu í lok árs vegna sölu á stofnneti.

Loading...

Eigið fé og eiginfjárhlutfall

Í lok ársins 2023 var eigið fé 10.288 m.kr. og eiginfjárhlutfall 29,4%. Útistandandi hlutafé í lok tímabilsins nam 2.510 m.kr. samanborið við 2.684 m.kr. í árslok 2022.

Loading...

Hreinar vaxtaberandi skuldir/EBITDA

Hreinar vaxtaberandi skuldir námu 5.616 m.kr. í árslok 2023 og var hlutfall þeirra á móti EBITDA hagnaði 0,68.

Loading...

Fjárfestingar

Rekstrarfjárfestingar námu 2.726 m.kr. á árinu 2023 og hækkuðu um 62% á árinu sem skýrist að mestu af fjárfestingum í innri kerfum og endurnýjun á tíðniheimildum til næstu 20 ára.

Loading...

Frjálst fjárflæði

Frjálst fjárflæði félagsins á árinu 2023 var 1.002 m.kr. samanborið við 2.493 m.kr. árið 2022. Kröftugar fjárfestingar í rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum áttu sér stað á árinu ásamt því að félagið keypti rekstur Já.is.

Loading...

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.