Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Umhverfi
Virðing fyrir náttúrunni og lágmörkun umhverfisáhrifa er meginstef í sjálfbærnistefnu Sýnar. Umhverfisvernd og ábyrg auðlindanýting er leiðarljós í allri starfseminni. Félagið fylgir eftir skýrum ferlum er varðar umsýslu og rekstur fjarskiptainnviða og er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski.
Félagið hefur frá árinu 2015 mælt umhverfisáhrifin frá starfseminni og unnið er markvisst að því að draga úr þeim sem felst meðal annars með ábyrgri nýtingu auðlinda, innleiðingu á orkusparandi aðgerðum, minnkun úrgangs og stuðningi við hringrásarkerfi í starfseminni. Markmiðið er að auka notkun á vistvænni orku og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Félagið styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 9, 12 og 13 sem snýr að nýsköpun, umhverfis- og loftslagsmálum.
Stjórn og stjórnendur eru meðvituð um að sjálfbærniáhættur hafi áhrif á starfsemi og virðiskeðju félagsins. Byggt á tvöfaldri mikilvægisgreiningu og áhættustýringu fjarskiptainnviða eru megin umhverfisáhættur Sýnar mögulegur raforkuskortur, náttúruvá og aukin losun gróðurhúsalofttegunda. Áhættustýringin felst í því að vakta og lágmarka þá áhættu í starfseminni. Nýsköpun gegnir mikilvægu hlutverki í framþróun í átt að vistvænni fjarskiptatækni. Leitast er við að einfalda ferla sem felst meðal annars í því að sjálfvirknivæða ferla, þróa öflugar stafrænar lausnir og innleiða nýja tækni. Þá á sér stað samstarf með viðskiptavinum, birgjum og verktökum við að þróa vörur og þjónustu til að lágmarka áhrifin sem félagið hefur á umhverfið.
Félagið nýtir hugbúnað frá Klöppum hf. til að taka saman árlegt umhverfisuppgjör og aðstoðaði ráðgjafafyrirtækið Langbrók ehf. við umhverfisuppgjör félagsins.
Frá árinu 2015 hefur félagið kolefnisjafnað starfsemina með trjárækt í samstarfi við Kolvið. Tekin var ákvörðun árið 2023 að fjárfesta í vottuðum kolefniseiningum í bið frá YggCarbon og SoGreen sem jafngildir losun fyrir umfang 1 og 2 frá starfseminni árið 2023 og hluta af losun vegna umfangs 3 eða 314,04 tonn CO2-ígilda.
Á árinu var einnig stigið það skref að útleiða pappír í innheimtu og býður félagið nú eingöngu upp á rafræna reikninga.
Hluti af innleiðingu á hringrásarkerfi félagsins er skapa vettvang fyrir viðskiptavini til að draga úr vistspori tækja. Félagið býður viðskiptavinum að koma með eldri raftæki með þjónustunni „Notað upp í nýtt" hjá Vodafone. Ef tæki reynist verðlaust þá er því fargað á ábyrgan hátt í samstarfi við fyrirtækið Foxway. Samkvæmt úttekt Foxway þá kom hringrásarkerfið í veg fyrir losun á rúmlega 13 tonnum koltvísýringsígilda á síðastliðnu ári. Mikill meirihluti þeirra tækja sem var skilað inn í hringrásarverkefnið öðluðust nýtt líf, eða um það bil 70% og hin voru nýtt í varahluti og góðmálmarnir og önnur hráefni sem í þeim var að finna voru endurnýtt.
Árið 2023 hélt Sýn sínu striki við að leggja sitt af mörkum í flokkun úrgangs sem kemur frá félaginu. Starfsfólk er að jafnaði hvatt til að flokka allt það sorp sem myndast í og við reksturinn. Flokkunartunnur eru staðsettar víðsvegar um fyrirtækið til að auðvelda flokkun.
Á undanförnum árum hefur Sýn unnið að LED væðingu í fyrirtækinu með það að markmiði að draga úr orkunotkun í húsakynnum sínum. Á árinu 2023 var sett upp LED lýsing í myndverum félagsins. Markmið Sýnar er að öll föst lýsing í eigu félagsins verði komin í LED árið 2025 (með fastri lýsingu er átt við ljós sem nýtt eru á hverjum degi til lýsingar skrifstofurýma og eða myndvera félagsins). Árið 2023 var farið í vinnu við að endurstilla almenna lýsingu hjá Sýn til að gæta þess að ljós logi ekki að ástæðulausu á kvöldin og yfir nóttina í höfuðstöðvum félagsins.
Bílafloti Sýnar saman stóð af 36 bifreiðum í lok árs 2023 og fækkaði honum um 3 bifreiðar frá árinu á undan. Skipting bílaflotans var eftirfarandi; rafbílar eða tengiltvinnbílar 18 stk, Hybrid bifreiðar 2 stk, breyttar jeppabifreiðar með dísel hreyfli 6 stk, sendibifreiðar og jepplingar með dísel hreyfli 10 stk. Markmið Sýnar er að fjölga hreinum rafbílum árið 2024 til að minnka losun frá samgöngum á vegum félagsins. Sýn hvetur starfsfólk sitt til að notast við vistvænar samgöngur til og frá vinnu með tvennum hætti. Annars vegar með því að bjóða starfsfólki að gera samning um samgöngustyrk en með þeim samningi skuldbindur starfsfólk sig til að notast við vistvænar samgöngur í það minnsta þrisvar sinnum í viku. Árið 2023 nýttu að jafnaði 56 einstaklingar sér samgöngustyrk félagsins. Góð aðstaða er fyrir starfsfólk til að koma hjólandi eða gangandi til vinnu. Boðið er upp á upphitaða hjólageymslu með tengimöguleikum til að hlaða rafhjól og góða búningsaðstöðu með sturtu og þurrkskápum. Einnig býður félagið því starfsfólki sem kemur á rafbílum til vinnu að hlaða sér að kostnaðarlausu í bílastæðahúsi við höfuðstöðvar Sýnar.
Umhverfisþættir
Orkunotkun
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarorkunotkun | kWst | 9.860.132 | 9.829.905 | 9.546.568 | 9.682.977 |
Jarðefnaeldsneyti | kWst | 524.788 | 470.210 | 543.493 | 491.151 |
Heildarorkunotkun | kWst | - | - | - | - |
Rafmagn | kWst | 7.349.936 | 7.587.033 | 7.457.341 | 7.696.913 |
Hitaveita | kWst | 1.985.407 | 1.772.661 | 1.545.734 | 1.494.913 |
Kæling | kWst | - | - | - | - |
Gufa | kWst | - | - | - | - |
Bein orkunotkun | kWst | 524.788 | 470.210 | 543.493 | 491.151 |
Óbein orkunotkun | kWst | 9.335.344 | 9.359.694 | 9.003.075 | 9.191.825 |
Nasdaq: E3|UNGC: P7, P8|GRI: 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
Orkusamsetning
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarorkunotkun | kWst | 9.860.132 | 9.829.905 | 9.546.568 | 9.682.977 |
Jarðefnaeldsneyti | % | 5,3% | 4,8% | 5,7% | 5,1% |
Endurnýjanlegir orkugjafar | % | 94,7% | 95,2% | 94% | 94,90% |
Kjarnorka | % | 0% | 0% | 0% | 0% |
Nasdaq: E5|GRI: 302-1|SDG: 7|SASB: General Issue / Energy Management
Eldsneytisnotkun
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildareldsneytisnotkun | kg | 43.864 | 39.322 | 45.449 | 40.987 |
Bensín | kg | 11.498 | 9.561 | 11.135 | 13.195 |
Díselolía | kg | 32.366 | 29.761 | 34.313 | 27.793 |
DM olía | kg | ||||
Jarðgas | kg |
Vatnsnotkun
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarvatnsnotkun | m³ | 65.731 | 66.357,9 | 53.171,6 | 48.719,8 |
Kalt vatn | m³ | 31.499,9 | 35.794,8 | 26.521,1 | 22.945,4 |
Heitt vatn | m³ | 34.231,2 | 30.563,1 | 26.650,6 | 25.774,4 |
Endurunnið vatn (ef við á) | m³ | ||||
Endurheimt vatn (ef við á) | m³ |
Nasdaq: E6|GRI: 303-5|SDG: 6|SASB: General Issue / Water & Wastewater Management
Samsetning raforku
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarnotkun raforku | kWst | 7.349.936,4 | 7.587.033,4 | 7.457.341,2 | 7.696.913 |
Jarðefniseldsneyti | % | - | - | - | - |
Endurnýjanlegir orkugjafar | % | 100% | 100% | 100% | 100% |
Kjarnorka | % | - | - | - | - |
Meðhöndlun úrgangs
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarmagn úrgangs | kg | 47.208 | 54.018 | 45.864 | 53.118 |
Flokkaður úrgangur | kg | 25.056 | 30.693 | 31.297 | 36.474 |
Óflokkaður úrgangur | kg | 22.152 | 23.325 | 14.567 | 16.644 |
Endurunnin úrgangur | kg | 22.972 | 30.693 | 31.205 | 35.834 |
Úrgangi fargað | kg | 24.236 | 23.325 | 14.659 | 17.284 |
Flokkunarhlutfall úrgangs | % | 53,1% | 56,8% | 68,2% | 68,7% |
Endurvinnsluhlutfall úrgangs | % | 48,7% | 56,8% | 68% | 67,5% |
Viðskiptaferðir
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarvegalengd | km | 79.363 | 14.294 | 102.921 | 246.218 |
Flugferðir | km | 79.363 | 14.294 | 102.921 | 246.218 |
Lestarferðir | km | - | - | - | - |
Rútuferðir | km | - | - | - | - |
Bílferðir | km | - | - | - | - |
Sjóferðir | km | - | - | - | - |
Endurvinnsluhlutfall úrgangs | % | 48,70% | 56,80% | 68% | 68,70% |
Meðhöndlun pappírs
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarþyngd prentaðs pappírs | kg | 1.112 | 1.008 | 801 | 647 |
Heildarmagn prentaðs pappírs | blaðsíður | 239.378 | 206.258 | 150.315 | 118.980 |
þar af litaprent | blaðsíður | 50.291 | 49.650 | 44.752 | 37.102 |
þar af svarthvít prentun | blaðsíður | 189.087 | 156.608 | 105.563 | 81.878 |
Tvíhliða | blaðsíður | 133.738 | 107.861 | 69.168 | 52.660 |
Litaprentun | % | - | - | - | - |
Svarthvít prentun | % | - | - | - | - |
Umhverfisstarfsemi
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu? | já/nei | Já | Já | Já- | Já |
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? | já/nei | Já | Já | Já | Já |
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi? | já/nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Nasdaq: E7|GRI: 103-2|SASB: General Issue / Waste & Hazardous Materials Management
Loftslagseftirlit
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu? | já/nei | Já | Já | Já | Já |
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? | já/nei | Já | Já | Já | Já |
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi? | já/nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Nasdaq: E8, E9|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure A/B)
Mildun loftslagsáhættu
Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun | m. ISK | 3,7 | 0 | - |
Nasdaq: E10|UNGC: P9|SASB: General Issue / Physical Impacts of Climate Change, Business Model Resilience|TCFD: Strategy (Disclosure A)