Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Jafnrétti kynjanna
Hvatningarverðlaun jafnréttismála, jafnlaunavottun, jafnréttis- og mannréttindastefna, jafnréttisáætlun Sýnar og jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 5.
Góð atvinna og hagvöxtur
Vottun í góðum stjórnarháttum, UFS leiðbeiningar Nasdaq, upplýsingaöryggisstaðalinn ISO 27001, stefna um mútur og peningaþvætti (byggð á stefnu Vodafone Group), jafnréttis- og mannréttindastefna, öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisstefna, birgja- og innkaupastefna og samstarf með Almannavörnum og Neyðaröryggisfjarskiptum vegna ófyrirséðar náttúruvár stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 8.
Nýsköpun og uppbygging
Áhersla á stuðning við nýsköpun, framþróun og sjálfbærni á sviði stafrænnar uppbyggingar tengt fjarskiptum og fjölmiðlum, fjárfesting í tækninýjungum, rannsóknum og þróun er varðar örugga, trygga og sjálfbærari uppbyggingu fjarskiptainnviða ásamt netvöktun og fræðslu í samstarfi við Cert-IS netöryggissveit Fjarskiptastofnunar stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 9.
Ábyrg neysla og framleiðsla
Upplýsingaöryggisstaðalinn ISO 27001, gæðastefna, innleiðing á umhverfismarkmiðum byggt á sjálfbærnistaðlinum Global Reporting Initiative (GRI), árleg sjálbærniskýrsla byggt á viðmiðum GRI og birgja- og innkaupastefna Sýnar stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 12.
Aðgerðir í loftslagsmálum
Aðgerðaáætlun, innleiðing á umhverfismarkmiðum byggt á sjálfbærnistaðlinum Global Reporting Initiative (GRI), Loftslagssamningur Festu og Reykjavíkurborgar, umhverfis- og sjálbærnifræðsla til starfsfólks og birgja- og innkaupastefna Sýnar stuðlar að eftirfylgni við heimsmarkmið númer 13.