Rekstur

Rekstraryfirlit 2023

Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar af seldum vörum og þjónustu 23.475 m.kr. samanborið við 22.983 millj. kr. á árinu 2022 sem er aukning um 2,1%. Helstu ástæður aukningar í tekjum á milli ára eru hærri auglýsingatekjur ásamt aukningu í hýsingar- og rekstrarlausnatekjum. Framlegð félagsins á árinu 2023 var 33,3% á móti 34,9% á árinu 2022. Rekstrarkostnaður hækkar um 4,4% milli ára sem er undir verðbólguþróun.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði var 3.544 millj. kr. samanborið við 1.592 m.kr. árið áður. Hagnaður vegna sölu á stofnneti félagsins var 2.436 m.kr. Ef leiðrétt er fyrir söluhagnaðinum lækkar rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði um 484 m.kr. á milli ára.

Fjármagnsgjöld hækka um 213 m.kr. á milli ára sem skýrist einkum af hærri stýrivöxtum. Gengishagnaður var 33 millj. kr. árið 2023 samanborið við 70 m.kr. gengistap árið 2022 en krónan styrktist á árinu 2023.

Hagnaður ársins var 2.109 m.kr. samanborið við hagnað upp á 888 m.kr. árið áður. Þýðingarmunur af dótturfélaginu Endor ehf. er færður yfir eigið fé og var heildarafkoma ársins 2.107 m.kr.

Fjöldi ársverka á árinu voru 458 samanborið við 460 árið 2022.

Heildartekjur

Milljónir króna

Loading...

Skipting tekjustrauma

Loading...

EBITDA

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.