Árið 2023

Vottanir

Sýn leggur áherslu á fagleg vinnubrögð sem tryggir örugga starfsemi. Fyrirtækið hlaut fyrst vottun á stjórnkerfi upplýsingaöryggis árið 2014 og fékk á árinu 2023 endurnýjun á vottun í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO27001:2013, sem staðfestir að unnið sé í samræmi við kröfur staðalsins.

Í lok nóvember 2023 framkvæmdi úttektaraðili frá BSI úttekt á jafnlaunakerfi Sýnar og mælti í framhaldinu með áframhaldandi vottun Sýnar á staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi. Vottunin staðfestir að hjá Sýn er starfrækt jafnlaunakerfi sem stenst kröfur staðalsins og laga nr. 50/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Markmið Sýnar með jafnlaunakerfinu er að koma í veg fyrir mismunun milli kynja og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna. Félagið hefur sett sér jafnréttisáætlun og tekur hún meðal annars til mannréttinda samkvæmt þeim þáttum sem tilgreindir eru í lögum og stjórnarskrá.

Sýn leggur áherslu á að vera til fyrirmyndar í vinnuverndarmálum og einsetur sér að vernda starfsfólk, verktaka og aðra þá sem starfa fyrir félagið og skapa slysalausa vinnuaðstöðu. Sýn hefur innleitt verklag í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO45001:2018, stjórnkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað. Stjórnkerfið tryggir að unnið sé faglega í samræmi við þekkta ferla og skipulag sem styður við markmið Sýnar um öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi á vinnustöðum starfsfólks, verktaka eða þriðja aðila sem vinna fyrir fyrirtæki.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.