Árið 2023

Hagsmunaaðilar

Það er markmið Sýnar hf. að eiga í ábyrgum og gagnsæjum samskiptum við alla hagaðila félagsins og standa vörð um þær trúnaðarupplýsingar sem falla til í starfseminni. Sýn er hlutafélag skráð á aðalmarkað Nasdaq OMX Iceland. Upplýsingar um helstu eigendur þess er að finna á vefsíðu félagsins undir fjárfestatengslum. Þá hefur félagið sett sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fréttastofu, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, auk þess sem miðlar félagsins starfa á grundvelli útgefinnar ritstjórnarstefnu.
Hagaðilar Sýnar eru fjölmargir en hagaðilagreining félagsins var unnin af starfsfólki og stjórnendum Sýnar.

Hagaðilar Sýnar skiptast í innri og ytri hagaðila.

Meðal innri hagaðila Sýnar eru: starfsfólk, stjórnendur, hluthafar og yfirstjórn.

Meðal ytri hagaðila Sýnar eru: náttúran, viðskiptavinir, birgjar, þjónustuaðilar, samstarfsaðilar, dótturfélög, eftirlitsaðilar, aðrir fjölmiðlar, fyrirtæki, stofnanir, greiningaraðilar, félaga- og hagsmunasamtök, umhverfissamtök, yfirvöld og samkeppnisaðilar.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.